þriðjudagur, apríl 04, 2006

Tölfræðin á morgun...

Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að maður er ekki alveg að gera það gott í þessu fagi. Kannski sirka hálfnuð að fara yfir efnið, klukkan að verða miðnætti og ég get ekki farið seint að sofa því ég á að mæta í þjálfun eldsnemma í fyrramálið og svo er prófið kl.9.00.
Það er alveg ógeðslega svekkjandi að átta sig á því daginn fyrir próf hvað námsefnið er í raun og veru skemmtilegt. En það er ekki að gera sig að opna bók nánast í fyrsta skipti tveim dögum fyrir próf og ætla sér að brillera. Ég hélt að þeir dagar væru nú löngu liðnir hjá mér en það kom greinilega eitthvað bakslag þarna... og hvað er þá auðveldast að gera... jú flýja í ræktina...

Aldís dreif mig með sér í Body Combat... annan daginn í röð og þar sem ég var á annað borð komin í stuð þá fór ég bara í tímann á eftir líka, Body Attack. Ég sá ekkert smá eftir því að hafa ekki farið á þjálfaranámskeiðið í Attackinu því það er rosalega skemmtilegt.... og það sem ekki margir vita er að í einum svoleiðis tíma geta fokið um 900 kkal ef maður er duglegur!! Fyrir þá sem hafa áhuga... Það er ekki leiðinlegt... en ég sá það svo að ég varð að drífa mig heim og drekka í mig glósurnar ef ég ætlaði ekki að klúðra þessu allsvakalega... Ég er sko ekki stolt af sjálfri mér!!

Var búin að skrifa niður þvílíkar pælingar... en ákvað á síðustu stundu að henda þeim út. Eru kannski ekki fyrir alla að vita...

En stundum er það þannig að maður festist í sjálfinu... heldur að maður geti gengið að hlutunum vísum, að allt sé annað hvort svart eða hvítt en þegar maður opnar augun og hugsar "out of the box" þá sér maður hlutina í réttu ljósi... amk blasir þá blákaldur raunveruleikinn við manni!! Það er alveg nauðsynlegt....hversu ógnvekjandi sem hann kann að vera... við lifum bara einu sinni!!

Váá... ég get svarið að það blæs á mig vindur hingað inn.... nema að þetta sé draugagangurinn... einhver að anda ofan í hálsmálið hjá mér....

Lýsi eftir hávöxnum, myndarlegum, stæltum og greindum karlmanni til að hlýja sængina mína á meðan ég klára að renna yfir glósurnar....

Engin ummæli: