laugardagur, júlí 08, 2006

Við erum að tala um vel heppnað warm-up fyrir New York City...

Me, Sweet Candy and Green hit the town last night.. and it was awesome! Ég væri ekkert á móti því að maður gæti alltaf verið svona grand á því þegar maður kíkir út á lífið...
Byrjuðum á Enricos þar sem við fengum okkur late dinner og hvítvín. Þessi staður er alveg tilvalinn fyrir svona kvöld, við vorum búnar að koma okkur vel fyrir í einu horninu á staðnum eftir matinn og höfðum það mjög huggulegt. Við ákváðum svo að kíkja aðeins yfir á barinn á Hótel 101 sem mér fannst bara nokkuð flottur og trendy staður, hafði ekki komið þangað áður. Greinilega margt þotuliðið sem leggur leið sína þangað... sátum þar eins og einhverjar primadonnur í þvílíkt fancy fíling með rándýra strawberry mojito í annarri! Visakortið fékk illa meðferð... Þaðan fórum við á Oliver og ég verð nú eiginlega bara að segja að það var frekar slöpp stemningin þar... þannig að við fórum yfir á Vegó.. ahh good old... Fengum þar rosalega gott borð uppi í horni og sátum þar og spjölluðum og sötruðum hvítvín með svaka hressu liði!! Takk fyrir æðislegt kvöld stelpur!

Ég ætlaði í ræktina í morgun, var meira að segja búin að taka til allt dótið svo ég hefði enga afsökun þegar vekjaraklukkan hringdi... en ég var ekki komin heim fyrr en upp úr 7.00 í morgun og svaf eins og steinn og stillti ekki einu sinni vekjaraklukku... bara sofnaði um leið og ég lagðist niður enda búin að vera vakandi í rúman sólarhring!! Sorry elsku Aldís mín... en ég er í fríi í næstu viku og mæti þá í tímana þína! PROMISE!!

Sólin skín og ég er bara í góðu skapi, lít reyndar út eins og belja því ég er svo flekkótt eftir að hafa reynt að fá smá lit á kroppinn með aðstoð Lancome... óþarfi að tapa sér yfir því samt! Annars er aldrei að vita nema maður kíki bara aftur út á lífið í kvöld!!

Later

Engin ummæli: