mánudagur, júlí 10, 2006

Ætla að byrja á því að óska Aldísi vinkonu innilega til hamingju með að vera komin inn í Arkitektaskólann í Köben. Ég er rosalega stolt af þér sæta mín!! Fyrsta heimsóknin verður í lok október... ;)

Fórum öll að sækja mömmu og Kötu út á flugvöll. Þær voru að koma frá Svíþjóð/Köben þar sem Kata var á handboltamóti í rúma viku. Valsstelpunum gekk rosalega vel, lentu í 8.-16. sæti af yfir hundrað og var tjáð að þær væru virkilega góðar á alþjóðlegan mælikvarða! Ég er rosa stolt af litlu hetjunni minni sem færði mér nærbuxur merktar Brazil frá útlöndum... Hún þekkir greinilega stóru systur sína ;)

Var búin að skrifa langan texta um það sem er í gangi í hausnum mér... ákvað síðan að það væri ekki við hæfi að setja það á netið! Punshið voru áhyggjur af framtíðinni... ég er svo áhyggjufull að velja ekki rétta leið... ef það er þá einhver ein rétt leið! Það er svo stutt í krossgöturnar,
ég hef átt drauma um framtíðina síðan ég var lítið barn.. þetta stressar mig svo mikið og ég get ekki verið róleg! Mér finnst allt sem ég geri og segi og tek mér fyrir hendur skipta máli og að ég þurfi að vera varkár. Það kemur í veg fyrir ýmislegt núna... Ég er vön að vera nett kærulaus... en shit hvað tíminn flýgur..

Anyways, Sálin á Nasa á fös, held ég skelli mér bara með stelpunum mínum..
Nostalgíu flipp á lau með æskuvinkonunum... hlakka mikið til!

Love,
Saló

Engin ummæli: