sunnudagur, júlí 23, 2006

Tók Krissu með mér í brjálað singstar para partý til Ásgerðar og Högna... Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég suckaði big time... eina edrú manneskjan á svæðinu en lét það samt ekkert stoppa mig! En ég vil líka meina að hin hafi öll verið þaulæfð... hmhm... Eina manneskjan sem hefur nokkurn tíman trúað á mína sönghæfileika er Gummi, bekkjarbróðir minn úr Versló!! Hann heillaðist þegar ég tók gamla góða slagarann "dreymir" með Landi og sonum framan í cameruna í busapartýinu okkar... ekki satt ;)
Anyways, við Krissa skemmtum okkur konunglega!! Kíktum aðeins í bæinn en hann var frekar súr þannig að við vorum ekki lengi að koma okkur heim...

Fór í gærkvöldi í staffapartý hjá vinnunni! Og er þetta grín eða hvað... ef þetta var ekki mesta sápuópera sem ég hef nokkurn tíman kynnst þá veit ég ekki hvað. Það voru allir að reyna við alla, þessi var búinn að vera með þessum og allt í þeim stíl.... Það er alveg spurning hvort ég hætti mér aftur í svona game! En samt þrátt fyrir allt dramað þá skemmtum við okkur mjög vel og ég sá alveg fullt af myndarlegum strákum sem ég hafði aldrei áður tekið eftir... Ég endaði svo á að draga Berglindi og Guðna (nýja flugfélagsparið) með mér á Vegamót...

Á leiðinni niður laugaveginn hitti ég gamlan vin, það sem hann hafði mér að segja kom mér mjög á óvart og var eiginlega pínulítið leitt að heyra líka.
Ég skil það vel að vilja breyta ófögrum sannleikanum og því skreyta aðeins þegar sagt er frá. En þegar maður er byrjaður að ljúga að sjálfum sér og sannfæra sjálfa sig og aðra um hluti sem eiga sér enga stoð bara til þess eins að friða samviskuna í stað þess að taka á málunum eins og karlmaður þá er eitthvað mikið að... Það sem gerðist, gerðist. Get over it!!

Svaf loksins loksins út... er á leið í afmæli til ömmu! Vonandi fæ ég bílinn minn á morgunn...

Luv

Engin ummæli: