miðvikudagur, júlí 19, 2006

Dagurinn í dag var algjörlega svona "one of these days".... ég er gjörsamlega búin á því!! Gat ekki sofnað í gær út af stressi, snéri mér í svona hmm... skrilljón hringi og flæktist í sænginni og ég veit ekki hvað! Sem gerði það að verkum að ég svaf ekki í nema tæpa 3 tíma þar sem ég mætti kl.6 í vinnuna í morgun! Þar beið mín overloading af vörum sem ég hafði pantað fyrr í vikunni, veit ekki af hverju ég ákvað að panta vörur frá öllum birgjunum sem við erum með... anyways, ég geri það ekki aftur því ég var orðin svo þreytt og pirruð að minnsta stríðni í minn garð varð stórmál!! Auðvitað varð líka að koma upp svona vesen í kringum vöruafhendingar og svona... til að krydda daginn!! Það er allavega óhætt að segja að það hafi verið pirringur á öllum vígstöðvum! En þegar líða tók á daginn og flugvélunum sem eftir voru fór fækkandi þá fór að lyftast brúnin á fólki! Eftir tólf stunda vinnudag... var ég að missa mig.. fór beint heim, lét renna sjóðandi heitt vatn í baðið og lá þar bara í dágóða stund! Fór með Rakel í dinner á Óliver og gat aðeins gleymt mér í öðru en að vera upptekin af sjálfri mér!! Takk fyrir skemmtilegt kvöld sæta mín!
Það var mikill uppsafnaður pirringur í mér í dag og ég er farin að stressa mig á þeim verkefnum sem framundan eru.... tíminn líður allt of hratt, ég fer yfir allt fram og til baka í hausnum, get samt ekki komið þessu niður á blað.. reyni að muna allt! Gæfi rosalega rosalega mikið fyrir smá slökun og rólegheit...

Búin að fá nýja flugu í hausinn... rosa spennt að sjá hvernig fer!
Ekki nema sjö vikur í New York..
Staffapartý á Saturday!
Bara nokkrir dagar í flutninga og ég hef ekki gert handtak til að hjálpa ennþá!!
Bíllinn minn er í "lagfæringu" fram yfir helgi!!
Við alla þessa caos í hausnum blandast tilfinningaflækjur og framtíðardraumar þar sem ég er með það á heilanum hvert sé næsta skref...
Held ég eigi að stríða við einhvers konar tilvistarkreppu þessa dagana...

Væri ekkert á móti því að fá eitt notalegt faðmlag...

Engin ummæli: