mánudagur, febrúar 13, 2006

útlandaferðir...

Er að vinna í smá verkefni... heyrði aðeins í Katy og get ekki að því gert að hugurinn reikar að London ferðinni miklu sem er í vændum. :) Ekki nema mánuður... og áður en ég veit af verð ég stödd í miðri Lundúnarborg ásamt mínum yndislegu vinkonum!!
Stefnan er tekin á að heimsækja þessi stóru íslensku fyrirtæki eins og Baug og Kb banka, enda er þetta "fjármála"ferð!
Að sjálfsögðu verður líka kíkt í helstu verslanir og á næturlífið og maður getur varla farið til London án þess að fara á leik hjá ensku deildinni... (eins og sjá má er þetta í fyrsta skipti sem ég fæ að fara til London)! :)
En það sem er líka svo æðislegt er að yndið mitt hún Katy ætlar að fljúga til London frá Köben og vera með okkur þarna alla helgina!! Ekkert smá frábært! :)

Og ég sem hélt að ég væri komin í ferðapásu eftir Barcelona....en ó nei! Svo er verið að skipuleggja ferð til New York líka... ég get ekki kvartað!! ;)

Dagarnir líða hraðar en ég veit ekki hvað... mér finnst ég vera nývöknuð þegar ég er að fara að sofa og nýsofnuð þegar ég þarf að vakna...
Morgundagurinn í hnotskurn: skólinn - ræktin - verkefni....

Engin ummæli: