miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Talar frá Breiðholti

Nú er geðveiki vikunnar að fara að ljúka, maður er búinn að vera á hvolfi alla vikuna, vaknandi fyrir allar aldir og lærandi fram á nóttu, nú er bara stífur próflestur í dag og svo er eiginlega bara komin helgi með öllu sem því fylgir!!
Á föstudagskvöldið eru einhverjar stelpurnar búnar að skipuleggja dinner og að sjálfsögðu er ég til í það!! :) Á laugardaginn er síðan óvissuferð Stúdentafélagsins og mig grunar nú að það verði frekar mikið rugl í gangi og nokkuð eftirminnilegt líka þar sem Edda Lára og strákarnir "hennar" taka þátt í skipulagningunni!! Telma kemur þú ekki með?? ;) Ég er búin að útvega mér hatt allavega... Svo er ég líka að vinna um helgina þannig að það er nóg að gera!!
Ég sé samt fram á að ná að slappa ágætlega af og vera dugleg að læra líka... maður vinnur svo vel undir álagi!!
Svo er lafði lokkaprúð að koma heim frá Tenerife og ég hlakka voða voða mikið til að hitta hana aftur!!
Annars hef ég það bara mjög fínt hérna í Breiðholtinu, þetta er rosa kósý hjá okkur ;) Aulahúmorinn er alveg að fara með okkur svona þegar tekur að kvölda... og við höfum átt langar samræður um hitt kynið og það er bara gaman að því!! ;)

Muniði bara að mér þykir endalaust vænt um ykkur!! Góð vísa er víst aldrei of oft kveðin!

Ástarkveðjur, Salóme

Engin ummæli: