laugardagur, febrúar 25, 2006

Það er allt á fullu í skólanum að venju... best að hætta bara að taka það fram! Það er bara alltaf þannig....

Fór í fjármálapróf í gærmorgun og ég held það hafi bara gengið nokkuð vel... Ég og Rakel áttum að mæta í einkaþjálfun snemma um morguninn líka þannig að við ákváðum bara að stoppa að læra klukkan hálf eitt um nóttina sama hvar við værum staddar! Ég held að svefninn hafi borgað sig... sem er gott mál!!

Eftir prófið leigðum við Rakel okkur video, tókum 40 year old virgin... og týpískt ég... ég var búin að sjá myndina... ég bara man það aldrei fyrr en að myndin byrjar!! Ég er alveg glötuð í þessu enda búin að sjá þó nokkrar myndir tvisvar sinnum.... (nema þegar ég sofna)!
Við sendum svo loksins út flottu markaðskönnunina okkar í gær (shit Rakel ég gleymdi að tala við tölfræðikennarann aftur!!)

Við Edda fórum í partý í gær þar sem við hittum nokkra Akureyrar-stráka... þetta er alveg segull!! ;) Var bara á rólegu nótunum og á bíl en skemmti mér mjög vel :) Siggi missti manndóminn og skuldar mér 10.000 kall... en hvað er það á milli vina!!

Ég búin að pæla dáldið í þessu... Mamma hennar Soffíu vinkonu sagði við okkur þegar við vorum litlar og stendur enn við það, að þegar við höfum fundið þann "eina rétta" þá er aldrei neitt vesen á meðan maður er að byrja að hittast og deita.. það gengur allt bara smooth fyrir sig... og þá veit maður að það er ment to be :) Gott að hafa það á bak við eyrað...

Fór að vinna í morgun, leið að sjá ekki Ragga og Gumma í tollinum..... (er þetta ekki flott? ;)) Fór svo upp í Borgarleikhús seinna um daginn til þess að aðstoða við kynningu á Háskólanum í Reykjavík þar sem stóri háskóladagurinn var í fullum gangi! Ég held ég hafi alveg selt skólann nokkuð vel... enda er þetta fyrir mér eins og Kb banki fyrir Soffíu... og þá er mikið sagt! ;) Fór heim og málaði mömmu sem var á leið á árshátíð og þaðan brunaði ég beint í vinnuna aftur og síðan á Nings með Aldísi vinkonu! Nóg að gera... en ég fór ekki í ræktina og lærði ekki neitt... sem var svona númer eitt, tvö og þrjú á to do listanum yfir helgina... góð... en þá verður þetta bara massífur sunnudagur!!

Engin ummæli: