sunnudagur, febrúar 12, 2006

soffíu afmæli

Gærkvöldið var alveg magnað!! Dagurinn var reyndar ekki alveg minn þó hann hefði byrjað vel... fór í ljós og sund með Krissu og þaðan í Smáralindina og svo heim!! Hlutirnir voru eitthvað ekki alveg að ganga upp hjá mér þá en á endanum small þetta allt saman með hjálp frá mömmu... ;)

Þegar ég kom til Soffíu þá var búið að útbúa rosa flottar veitingar og hún var í óðaönn við að blanda sangríuna sem ég vildi meina að væri mjög "lúmsk"! Það er ekki að ástæðalausu sem tvær ungar skvísur geta svolgrað 5 fullum könnum af þessum drykk eins og ekkert sé!! (bein tilvísun í Barcelona)! Ég skemmti mér rosalega vel :) Í þetta skiptið hafði ég vit á því að láta setja mig á gestalistann á Oliver þannig að við sluppum við bilaða röð... ég held bara að það hafi "allir" verið í bænum í gærkvöldi!! Við röltum síðan yfir á Vegamót og hittum nokkra kunningja... einn af þeim er í skákklúbbnum í HR... ég veit ekki af hverju hann vildi taka það fram en mér fannst það dáldið mikið fyndið....out of the blue, nema að hatturinn hafi tengst því eitthvað... Ekki samt misskilja mig skák er töff ;) Seinna um kvöldið fórum við á Hverfis... sem ég hefði kannski betur látið ógert... ég finn bara hrukkurnar myndast í andlitinu á mér við að koma þangað inn! Ég lyfti meðalaldrinum upp um amk 3 ár!! Hræðilegt!!

Ætla að skutlast til Rakelar sem var svo yndisleg að lána mér bílinn sinn til að skjótast heim í mat... við erum nefnilega svo rosalega duglegar að læra! Bæ í bili....

Engin ummæli: