laugardagur, febrúar 04, 2006

Helgin

Þvílíkur léttir að klára Markaðsfræðiprófið!! Mér finnst þetta samt frábært fyrirkomulag, við tökum þrjú lokapróf í markaðsfræði, hvert gildir 25%. Þannig að við förum yfir ákveðið efni og klárum það svo bara af! Það er mjög næs... og mér gekk held ég bara nokkuð vel :)

Fór í body combat hjá Aldísi í gær... algjör snilld!! Ef maður mætir í tvo - þrjá tíma í viku ætti maður nú fljótlega að ná upp nokkuð góðu formi! Það er engin spurning... Skemmti mér mjög vel! Kem aftur næst sæta ;)

Mætti allt of seint heim til Krissu ásamt miss fashionably late ;) og Guðrúnu Ástu... Sara og Erla voru búnar að elda þannig að maður gat bara sest strax niður með ljúffenga fajitas í annarri og hvítvínsglas í hinni.. Takk fyrir mig stelpur! Við skemmtum okkur frábærlega, þær eru svo yndislegar :)
Eftir nokkur hvítvínsglös og mikið spjall lá leiðin í bæinn! Þar hélt að sjálfsögðu gamanið áfram... Við Edda varla settumst niður allt kvöldið því við dönsuðum svo mikið! Mér finnst það æði!! Þetta var vel heppnað kvöld í alla staði... ;)

Vaknaði snemma til að vinna. Mætti voða sæt í dressinu upp í flugstöð og afgreiddi nokkra þreytta ferðalanga. Á að mæta svo aftur seinna í dag til að taka á móti vélinni frá Kulusuk... nóg að gera! Ætlaði nú eiginlega að reyna að nýta tímann og reikna nokkur dæmi í tölfræði og fjármálum... kannski skella mér í sund og ljós líka...
Svo er óvissuferðin í kvöld.. það verður algjör snilld! Ætla svo að hitta Sófí í bænum og djamma fram á nótt!! :)

Lífið er yndislegt....

Engin ummæli: