sunnudagur, febrúar 05, 2006

rauða ljónið

Já eins og ég bjóst við var gærkvöldið mjög skrautlegt.... og eftirminnilegt.... :)

Fór heim til Eddu og horfði á Sylvíu Nótt syngja í undankeppninni, hún var alveg geggjuð!! Svaka show! Hittum svo liðið fyrir utan Moggahúsið þar sem rúta full af fólki beið eftir að flytja okkur á áfangastað! Förinni var heitið út á Seltjarnarnes, nánar tiltekið í koníaksstofu Rauða Ljónsins!
Það var alveg fáránlega gaman... en það er eins gott að maður fer ekki oft í partý þar sem allt er fljótandi í smirnoff ice og tópas staupum...
Flestir tóku þátt í hattaþemanu og voru geðveikt flottir! Fólk var með alls konar hatta og múnderingar! Ég verð eiginlega að gefa Kára fimm stjörnur fyrir mjög svo frumlega hönnun!! :)
Í grófum dráttum... Eftir geggjað partý lá leiðin niður í bæ... auðvitað fórum við beint á Oliver en við gáfumst fljótt upp á biðinni og ég var fljótlega stödd á Sólon ásamt fríðu föruneyti ;)
Dilluðum okkur aðeins þar og fórum svo á Oliver.... og vorum þar til lokunar! Röltum svo niður á Pizza King til að næra okkur og fórum heim...

Aldrei er neitt svo illt að úr því verði ekkert gott ;)
Ég fer óvenjufersk inn í nýja viku...

Engin ummæli: