þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Betri tímar

Ég ákvað að hætta þessu væli og stressi og bara njóta þess að vera til.... No offence Bonni, en mér leið eiginlega betur að sjá að það væru fleiri í svona tímaþröng í vikunni en ég...

Í dag þarf ég bæði að læra undir próf í mannauðsstjórnun sem er á morgun og klára tölfræðiverkefnið mitt fyrir morgundaginn.... Og sjaldan verið jafn róleg...!!

Ég vaknaði um 10, lærði aðeins og skellti mér svo í ræktina með Ingvari og Karó og tók góða brennsluæfingu... algjörlega komin í gírinn aftur! Fórum svo og fengum okkur að borða á Amokka. Æðislegt kjúklingasalat þar... namm... ;) Svona eiga dagarnir að vera....

Það er einhvern veginn þungu fargi af mér létt! Ég veit að ég er á réttri braut :) Nú eru bara skemmtilegir tímar framundan...

Árshátíð HR á næsta leiti og ég hef það á tilfinningunni að þetta verði sú flottasta í sögu skólans... ;) Við Rakel verðum að sjálfsögðu spes heitar eftir alla einkaþjálfunina... ;)

Ég ætla svo að skippa árshátíð Flugfélagsins sem verður haldin í Glasgow og skella mér í staðinn á kvennakvöld Fram með Guðrúnu, Írisi og Brynju... ég hlakka ótrúlega mikið til þess!! Ég held að við séum allar orðnar frekar spenntar að loksins djamma saman.... ;)

Svo er líka Londonferðin framundan og heldur betur hægt að byrja að hlakka til... 15.-19. mars!
Svona brot af því besta:
- Heimsókn í höfuðstöðvar allra íslensku bankanna í London
- Heimsókn í Bakkavör og Baug
- Kokteilar með flottum gaurum í fjármálabransanum í London

Og on top of it all!! Fjármálanámskeið í kauphöllinni í London!!

Ég hlakka svo til á fimmtudaginn í næstu viku að ég gæti farið yfir um... þá verður þessi búin í bili!!

Saló sæta

Engin ummæli: