sunnudagur, febrúar 19, 2006

afmæli hjá önnu rut

Þetta er búin að vera rosa fín helgi... en er alveg að drepast úr strengjum!!

Á fimmtudagskvöldið fórum við stelpurnar í matarboð til Söru og horfðum á Bachelorinn. Það var ekkert smá næs að slappa af með stelpunum mínum eftir erfiða viku í skólanum....

Við Rakel mættum eldhressar í ræktina morguninn eftir og tókum þvílíka hörkuæfingu! Ég fór svo að vinna um daginn og um kvöldið bauð Aldís vinkona mér í mat. Við röltum aðeins í bæinn seinna um kvöldið og þar hitti ég Soffíu sem var ógeðslega töff í fjólubláu buxunum sem hún keypti í Barcelona!! ;) Fór af Ara í ögri yfir á Oliver og þaðan fljótlega heim því stefnan var tekin á "herþjálfun" snemma á laugardagsmorgninum.

Á laugardagskvöldið var síðan afmæli hjá Önnu Rut þar sem við horfðum á undandkeppnina í Eurovision, það var ótrúlega gaman og ekkert smá flottar veitingar í boði... Eftir að hafa deilt með okkur flöskum, ég, Krissa og Edda... kíktum við í bæinn ásamt Söru sem var svo mikil elska að vera driver kvöldsins! Það var stappað af fólki og raðir inn á ólíklegustu staði!! Við gáfumst fljótlega upp og drifum okkur heim...

Veðrið í dag er búið að vera svo ótrúlega gott þannig að ég er svona að vona að harðasti veturinn sé yfirstaðinn... við Krissa fórum í langa sundferð sem var algjörlega nauðsynleg!! Svo er það bara búinn að vera lærdómur og svefn í dag... Er stödd hjá Rakel, nýbúnar að skila af okkur verkefni fyrir skólann og ætlum að fara að sofa því að okkar bíður biluð æfing í fyrramálið!!

Engin ummæli: