sunnudagur, apríl 13, 2008

All night long..

Ég fór í fyrsta skipti út að borða á Fiskmarkaðinn í gærkvöldi. Hafði alltaf langað að prófa það. Ég mæli sko hiklaust með þessum stað... fékk mér nokkra sushi bita sem ég borðaði að sjálfsögðu með prjónum ;) Lét wasabi-ið alveg vera... voga mér ekki að smakka það aftur eftir dinnerinn á Thorvaldsen með nemendafélaginu í HR hérna um árið.... Þá var sushi nýtt fyrir mér svo þegar ég fékk diskinn með sushi-inu ákvað ég að byrja á græna "marsipaninu" áður en ég léti vaða í bitana... einmitt... tók þetta í einum bita og hélt ég myndi deyja... wasabi-ið var svo sterkt að ég hugsa að ég hafi farið með heila vatnskönnu á núll-einni... vinum mínum til mikillar skemmtunnar... ég gjörsamlega táraðist og fann ekki bragð af mat í viku á eftir... svo ... passið ykkur á þessu!!

Anyways... ég fékk mér svo hot pot í aðalrétt, sem sagt þorskur og humarhalar á green tea núðlum... nammi namm... ég er sjúk í humar... en fyrir utan afbragðsgóðan mat er staðurinn bara nokkuð töff og þjónustan frábær svo þetta er hiklaust staður sem allir sem kunna gott að meta verða að prófa :)

Kom síðan við hjá gamalli bekkjarsystur úr Hvassó, Sigrúnu Þóris, hún var með smá kveðjupartý fyrir vini sína þar sem hún er á leið til Svíþjóðar í beinmergsskipti. Það var gott að sjá hana aðeins og faðma hana. Veit að hún á eftir að standa sig eins og hetja... þið getið skoðað bloggið hennar hérna www.sigrunth.bloggar.is

Leiðin lá í partý til Valdísar... þar sem við skemmtum okkur konunglega... en ekki hvað!! Sjálf dýramanneskjan ég (eða ekki..) var hálfsvekkt yfir því að voffinn hennar hefði farið í pössun... elska þennan hund... fallegasti hundur sem ég hef séð og eina dýrið sem ég vil koma nálægt...
Liðið hélt á Oliver þar sem við áttum frátekið borð... mikið stuð á okkur!! Ég, Rúrý og Lilja vorum alveg að tapa okkur í gleðinni og ég var svaka glöð þegar Þórey og Hildur bættust í hópinn... við færðum gleðskapinn yfir á Vegó þar sem við dönsuðum fram í nóttina... heimferðin var svo vægast sagt skrautleg... en here I am... búin að massa æfingu og alles og á leið í mat til elsku mömmu...

Það væri gaman að sjá í hvaða röð systkyni mín kommenta hérna hjá mér... þetta er keppni og það eru verðlaun!! ;)

11 ummæli:

Sigrún Guðmundsdóttir sagði...

Ég fæ verðlaun ligga ligga lá!!

Ég hélt þú værir með dýraofnæmi! Ég man nú hérna um árið þegar þurfti að lóa Svölu kanínu útaf þér ; ) ..nánast!

Ps. Afhverju fær Sigrún th link á bloggið sitt en ekki Sigrún systir!

Saló sagði...

Ójá mín kæra... það verða sko veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti og svo skammarverðlaun fyrir það fjórða... hehehe...

Redda linknum med det samme... það fraus bara allt hjá mér áðan þegar ég ætlaði að bæta því við!

Það er rétt... ég er með dýraofnæmi.. þar byrjaði þessi fælni örugglega.. en ég er bara plain hrædd við fugla... finnst eitthvað óhuggulegt við það hvernig þeir blaka vængjunum... og fljúga stjórnlaust um allt...
Ég man hvað ég var guðs lifandi fegin þegar þessi ógeðis kanína var farin...

Nafnlaus sagði...

Úllalla...gaman að vera annar í röðinni..ég er ekki mikið fyrir að vera að flagga mér til að fá fyrts sæti..frekar hógværa týpan :)
En já..mér lýst helvíti vel á þennan fiskmarkað :D
Þótt ég hafi heyrt söguna í gær líka :)

Saló sagði...

Haha... þetta er nú samt soldið svindl... þú fékkst hint! En já klárlega hógværa týpan... við vitum öll að það er sigrún sem er skellibjallan í hópnum...

En ok... spennan eykst... hvort ætli það verði Ingvar eða Kata... ég er bara ekki alveg viss..

Nafnlaus sagði...

5 systkinið kommentar hér :)

btw. það er einfalt - i í systkini :) hehehehehehehehehe

Soffía systir.

Saló sagði...

Auðvitað! Hvernig læt ég... Hehehe... snilld... það er greinilega of langt síðan ég sat í íslenskutíma hjá honum Ólafi Víði... eins gott að fara að rifja þetta upp fyrst maður er komin á fullt í textaskrif!! ;)

Knús til lafði lokkaprúð.. ánægð með kommentið! ;)

Nafnlaus sagði...

Vonandi eru skammarverðlaunin ekki veglegri en þau fyrir þriðja sætið.

Minnumst Svölu kanínu með gleði í hjarta og gleymum því að hún át börnin sín.

Og Salóme... "systkyn"?

kv. brói

Saló sagði...

Seint kommenta sumir en... kommenta þó... ;)

Hvaða hvaða... þetta er ekki stafsetningakeppni heldur kommentikeppni!!

Nafnlaus sagði...

ég fæ víst skammarverðlaunin..


rosalega áhugaverðt blogg salóme.... 8-)

Saló sagði...

Jæja... þá verð ég að standa við stóru orðin! Verðlaunaafhending á sunnudag eftir viku... eruði ekki spennt???? :p

Nafnlaus sagði...

bíð spennt, ég vann eiginlega komment númer 2 keppnina þannig ég fæ eih megaaaazoom, ekki satt