fimmtudagur, apríl 24, 2008

Já, heyrðu... eigum við ekki bara að byrja saman??!

Ég átti áhugavert samtal við félaga minn úr Sph í gærkvöldi. Talið barst að því hvernig lífið okkar gengi fyrir sig svona dagsdaglega og svona hljómaði lýsingin mín í grófum dráttum;

"ég fer í ræktina á morgnana (ef ég nenni), fer svo að vinna - elska vinnuna mína, fer í ræktina beint eftir vinnu og er þar meira og minna fram á kvöld að æfa, kenna eða stússast... - svo um helgar þá fer ég í ræktina, á kannski nokkra klukkutíma fyrir vini mína og fjölskyldu (sem ég hitti ekki í ræktinni) á laugardeginum, fer svo yfirleitt á djammið og svo er sunnudagurinn notaður til að hvílast og hlaða batteríin fyrir næstu viku..." sem betur fer var lýsingin hans voðalega svipuð því þetta hljómaði pínu svona sad...

Sporthúsið bauð sem sagt starfsfólki í svaka flotta humarveislu á Lækjarbrekku í gærkvöldi... og lét mig að sjálfsögðu ekki vanta! ;)
Tók síðan einn hring í bænum...

Þar sem ég var skynsama skvísan í gærkvöldi og var edrú.. (er að spara mig fyrir Marmaris hitting á laugardaginn) fékk ég það skemmtilega hlutverk að keyra nokkra einstaklinga heim... meðal annars Magga (Núsa) eða Partý Palla eins og við vildum kalla hann (hann var reyndar á því að partý palli væri í Köben!)... ég sver það að ég hélt honestly að ég myndi kálast úr hlátri.. það sem kemur upp úr þessum manni og samræðurnar á milli strákanna í bílnum á leiðinni heim fengu mig til að emja og tárast af hlátri... ég gat ekki meir og varð næstum að stoppa bílinn... fékk krampa í magann og allt... jesús minn...

Ég er að segja ykkur það að ég finn á mér að þetta verður geðveikt sumar....

6 ummæli:

Hjördís sagði...

Og hvað..eruð þið þá byrjuð saman núna?
Þú og hann?
hihi

Saló sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Já úff ... þú ert ekkert að grínast með aftursætið í einum bíl.. talandi um magakrampa af hlátri.. bara fyndið sko =O)

Saló sagði...

Hjördís.. haha.. málið var dautt þegar ég heyrði hvað fótboltaliðið hans heitir... hehehe ;)

Jóhanna... ég er ennþá að hlæja!!!

Nafnlaus sagði...

hahaha.. ég hefði viljað sitja á milli þeirra, ég læt mig sko ekki vanta í næsta hring.. ;) tek jafnvel pabba bara með þar sem hann verður hjá mér um helgina..

Saló sagði...

Sounds like a plan ;) Við söknuðum þín sko á lau...!!