laugardagur, apríl 26, 2008

Rockin' the beat!!

Ég er alltaf að toppa mig... ég er svo mikið nörd!! Ég á núna uppáhalds hlaupahring... sem við fórum einmitt í morgun. Ég, Valdís og Óli í þessu líka geggjaða veðri. Það er Elliðárdalurinn, rosa góður 10km hringur... :) þegar við erum við það að klára... eigum svona 1km eftir, tekur Valdís á sprett þvert yfir Ártúnsbrekkuna... ég hélt að hún væri að villast því hún er svo hrikalega áttavillt að það er ekki eðlilegt... svo klára ég hringinn og hugsa hvert í fjandanum hún hafi nú eiginlega farið því við Óli biðum örugglega í svona 20 mín eftir henni... var á tímabili að spá í að fara að leyta... hahaha!

- en nei nei... skvísan hafði vísvitandi lengt hringinn... og ég var ógeðslega abbó því ég átti nóg inni og er svo sjúkleg keppnismanneskja.. hahaha... þannig að ég brunaði upp í sporthús þar sem ég var að fara að kenna Jump Fit og dreif mig út og tók extra 3 km - upp dauðabrekkuna í Hjöllunum í Kóp og allt - áður en ég fór að kenna... restina tók ég svo út á strákunum sem ég held að hafi skriðið út úr tímanum hehe.. er maður bilaður í hausnum eða hvað??? - En mér leið allavega miklu betur á eftir... ;)

Við Rakel ætlum í Jump Fit tíma í New York... hlakka hriiiikalega til!!! Komum heim með ný spor í farteskinu!! :)

Í kvöld á að skemmta sér like never before!! Hlakka rosalega til að hitta stelpurnar!! Ég er í svaka stuði og ekki skemmir veðurblíðan fyrir...:)

Á morgun byrjar svo 11 daga fasta! Ég er búin að éta allt of mikið af nammi í síðustu viku... ég er liggur við búin að borða svona hnetubar á hverjum degi - algjör viðbjóður... og það er bara eiginlega ekki í boði ef maður á að fara að taka þátt í einhverri kroppasýningu eftir 30 vikur!!! Það er naumast hvað maður verður svangur af öllu þessu hlaupi... og hefur ekki beint lyst á mat... En fyrir utan það er ég svo líka á leiðinni til Mílanó eftir fjórar vikur og ég vil geta spókað mig þar um í mínípilsi og hlírabol... ;) (nei rakel ég lofa að taka ekki hvíta pilsið með mér...)

210 dagar í nammibindindi!! Frá og með morgundeginum... ætla að bíða aðeins með yfirlýsingar um djammpásur... þetta er ágætis byrjun ;)

Automatic Supersonic Hypnotic Funky Fresh...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ánægð með þig skvís... gott að vera ekkert að missa sig í yfirlísingunum.. svo er eitt sko nammi er ekkert svo gott hvort sem er .. þetta er bara freistinginn af því að maður veit að maður á ekki að fá sér... spurning um að taka föstuna bara með þér.. væri gott að hreynsa þetta ógeð úr líkamanum..

Saló sagði...

Já súper plan!!! ;p

Nafnlaus sagði...

bara eitt orð yfir þig : DUGLEG ! þvílíkur kraftur og úthald - sussumbía ! vildi líka óska að ég hefði svona mikinn tíma til að vera að hreyfa mig en NEEEEI prófin að byrja þannig að maður lætur sér nægja 1,5 tími á dag í ræktina og litla sem enga útiveru.. súrt !

en keep going ! ég peppast öll upp við að lesa svona blogg híhí :D

Saló sagði...

Hehehe... spáðu hvað við erum allar bilaðar bara "1,5 tími í ræktina" ... eins og það sé ekki brjálæðislega gott!! hehehe ;)

Takk sæta mín! Gott ef að þetta peppar ykkur upp... skal reyna að vera dugleg að blogga svo þú getir nú lesið almennilega afþreyingarsíðu í próflestrinum ;) hehehe...
Gangi þér rosa vel!!