þriðjudagur, apríl 29, 2008

Fasta pasta

Eftir að hafa vaknað í morgun með hita... farið að kenna Jump Fit og lagst aftur upp í rúm og hríslast úr kulda, drattast í vinnuna og verið í hálfgerðu móki í allan dag tók ég ákvörðun um að stytta föstuna niður í þrjá daga... haha.. þannig að síðasti dagurinn er í dag!! Þessi ákvörðun var tekin í samráði við Valdísi og fleiri skynsama vini.. hehe..

Líkaminn mótmælti þessari brútal meðferð... ekki séns að hafa orku í almennilega hreyfingu og hvað þá langhlaup á detox fæði... svo ég tók skynsemina á þetta... en nammibindindið heldur sér hins vegar... ;)

Hlakka verulega til að fá haframjölið mitt í fyramálið...

Hey já, var næstum búin að gleyma!! - Fór í dag á sýningu LHÍ á Kjarvalstöðum og verð að gefa henni flott credit! Margt mjög skemmtilegt og sniðugt þarna... maður gerir allt of lítið af því að fara á listasýningar og söfn hérna heima!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já skvís ég er ánægð með þetta.. getum ekki verið ofvirkar píur toppandi okkur sjálfar í ruglinu endalaust ef að við borðum ekki nóg

Já ég er með það á planinu að fara á LHÍ sýninguna á fimmtudaginn hlakkar ekkert smá til frænka mín er með verk í sýningunni mega spennó

Hlakka til að tjúttast á morgun

Nafnlaus sagði...

flott hjá því svkís að hlusta svona einu sinni á skynsemina;) ehehehe..ekki er sneðugt að pína mann of mikið getur gert illt verra:)

Saló sagði...

Já er það ekki bara!!

Ég á mínar skynsömu stundir... en þær eru aaaafar fáar!! ;)

Nafnlaus sagði...

HJÚKK !!!! vá fegin að þú ætlar ekki að fasta lengur! sjett ! eins og þú sagðir - ekki hægt að fasta þegar maður er að hreyfa sig eins og bavíani :)

þegar ég var útí usa þá ætlaði ég í vikuhreinsun með hostmömmu minni - máttum borða eins mikið af grænmetissúpu og við vildum (sem hún gerði) og svo eitthvað þennan dag og eina bakaða kartöflu annan dag - og ávexti þessa daga .. ég svindlaði eftir 2 daga og hún eftir 3 því við fengum bara ÓGEÐ! hahaha! ég náði klikk árangri og varð ógeðslega flott þegar ég bara borðaði hollt og reglulega og vel og æfði á hverjum degi og soldið mikið híhí :D (svo kom ég heim og bætti á mig þar sem ég komst ekki 8x á viku í ræktina og kjúklingur er dýr hehe)!

þannig að taktu almennilega til málanna elskan - ánægð samt með nammibindindið - kannski ég drífi mig í þannig líka :D

og vá hvað kommentin mín eru alltaf löng hahah! sorry með það;) hef bara stundum soldið mikla tjáningarþörf :D

Saló sagði...

Hahaha... mér finnst mega gaman að lesa kommentin þín svo að því lengri því betri hehe... :p

Það er bara hollusta og hreyfing... það er lykillinn... og ekki 3 nammidagar í viku hehe...

En já nammibindindið er inni.. það verður inni alveg fram að keppni!! :) 30 vikur... fer létt með það ;)

Knús, Saló

Nafnlaus sagði...

Úff mig svimar bara þegar eg les hvað þú ert dugleg! You go girl!

Spurning um að fara að taka þig til fyrirmyndar samt.

kv,

Heiðdís

Saló sagði...

Takk sæta, maður er auðvitað nett klikkaður... en mundu bara! What we think, we become... það er sannleikurinn minn - hehe.. ;)

Sigrún Guðmundsdóttir sagði...

Talandi um listasýningar þá ætla ég að vona að þú sért búin að taka 16. maí frá fyrir Monsieur Thomas Humery ;)

Saló sagði...

Por supuesto!! Hlakka til að sjá!! og hlakka til að sjá þig ekki á morgun heldur hinn!!! :) Get ég pantað þig um kvöldið eða ertu frátekin??

Taktu með þér bikiní því við eigum eftir að fara mikið í sund!! :p