miðvikudagur, apríl 02, 2008

Living in reality...

Ég má til með að deila því með ykkur hversu magnað mér finnst að það skuli vera hægt að mæla hversu mikið fólk horfir á sjónvarp og hlustar á útvarp og klukkan hvað með nákvæmari hætti en nokkru sinni fyrr með því einu að fá random úrtak til að ganga með PPM kubba sem eru litlir sendar sem mæla rafbylgjur og tíðni í kringum mann... þannig að ekki nóg með að hægt sé að mæla hvenær og hversu lengi þú horfir á sjónvarp heldur einnig á hvaða stöð og hvort þú sért viðstöðulaust fyrir framan sjónvarpið allan tímann!! Ótrúlegt!! Það var Capacent sem kynnti þessa byltingarkenndu tækni á Nordica í dag.. fyrirtæki geta nú fengið vikulegar skýrslur um þetta og spáiði í því hvað þetta hefur auðveldað gerð birtingaáætlana... verður gaman að fylgjast með þróuninni á þessu...

Ég fór nefnilega á tvær áhugaverðar ráðstefnur í dag vegna vinnunnar. Sú fyrri var um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á vegum HR og útflutningsráðs og sú seinni um rafrænar mælingar í auglýsingum á vegum ÍMARK. Ég er að segja ykkur að þessi bransi er jafn æðislegur og hann er harður!! Ég fíla þetta í tætlur...

Við systur vorum óvenjusprækar í morgun og vorum búnar að taka góða æfingu í Laugum þegar klukkan sló ekki nema 8.00 í morgun! - Geri aðrir betur...

Gistum iðulega saman, 25 ára vinkonurnar, til að vakna saman í ræktina... eðlilegt!! Næturgestirnir okkar verða bara að þola það að það er stundum þrengra í rúminu en annars... "bros before hoes" hehe...

Fengum einmitt brjálaðan svefngalsa í gær þegar við vorum að bursta okkur fyrir svefninn... ég hafði óvart tekið burstann hennar Raklar.. - nýjan... í annað skipti á tveimur dögum.. sem sagt tvo nýja bursta... sem hefði svo sem ekki verið mikið mál nema hún á mjög bágt með að nota sama tannbursta og einhver annar. Ég var ekkert að fatta neitt fyrr en hún setti upp mikinn vonsviknarsvip... sem gerði það að verkum að ég sprakk úr hlátri og frussaði yfir allan vask... aftur.. eðlilegt!! Eftir það varð bókstaflega allt fyndið...

Pre-opening á Oliver á morgun... þetta er að verða svaka flott hjá þeim!

En the big news of the week eru þær að það eru að hefjast spes stráka Jump Fit námskeið í næstu viku þar sem áherslan er lögð á snerpu, stökkkraft og hörkubrennslu... það verður algjör snilld að kenna þessa tíma!! Strákar eru svo skemmtilegir...

Fyrsti Lipstick Jungle þátturinn að byrja... maður má ekki missa af því!!

Engin ummæli: