laugardagur, apríl 12, 2008

Now I realize that I really didn't know...

Dagurinn byrjaði fullkomlega! Ég hitti Valdísi kl 9 og við hljópum rúma 11 km í þessu líka geðveika veðri... brunaði síðan upp í Sporthús að kenna stráka Jump Fit tíma með henni - ég á ekki nógu sterkt lýsingarorð til að segja ykkur hversu sjúklega skemmtilegt það er...

....rétt eftir að ég kem heim hringir vinkona mín í mig með sorglegar fréttir. Ég sit með tárin í augunum, óskandi þess að ég gæti breytt hlutunum og það hræðir mig hvað við erum máttvana í þessum heimi!!

Ég hugsa með mér - ég hef eytt óteljandi mínútum í að svekkja mig á strákum sem ég hef leyft að brjóta í mér hjartað... í stað þess að beina orku minni og tíma til þeirra sem skipta mig raunverulega máli... fjölskyldu og vina.

Það er nú einu sinni þannig að fólk kemur og fer úr lífi manns, sumir stoppa lengur og skilja eitthvað eftir sig og svo eru það aðrir sem eru alltaf til staðar - sama hvað...

Það er sorglegt hvað við eigum það til að taka hlutunum sem gefnum... sérstaklega þegar kemur að okkar nánustu! Mér finnst það líka sorglegt hvað maður þarf oft slæmar fréttir til að "snap out of it" og beina sjónum að því hvað raunverulega skiptir mann máli í lífinu...

Ég er hætt að spila með.... ég geri bara og segi nákvæmlega það sem mér liggur á hjarta! Þá þarf ég ekki að sjá eftir neinu...

Nýtum tímann vel... búum til minningar... hugsum jákvætt... því við vitum aldrei...

Við skulum lifa fyrir daginn í dag og koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

líst vel á þetta hugarfar hjá þér stelpa, maður getur stjórnað svo miklu með réttum hugsunum :)
ps. ef einhver karlmaður fer illa með þig þá er hann einfaldlega ekki neins virði ;)

pss. ég sæji mig í anda hlaupa 11 km...svitn svitn...finnst þú brjálað dugleg.

Saló sagði...

Nákvæmlega... það sem maður hugsar vex! Það hefur allt að segja :)

Hehe... það er nákvæmlega það sem ég þarf að gera.. kynnast karlmanni... svona for once, ekki gaurum... hehe... allt í vinnslu ;)

Takk fyrir peppið skvís... :)