mánudagur, apríl 28, 2008

Saló í aldingarðinum...

Var að koma heim úr saumó.... ekkert smá flottheitin hjá skvísunni!! En ekki hvað... þessar elskur eru alltaf með allt á hreinu...
Við mættum allar í kvöld, ellefu skvísur - skólasystur úr HR, sem eru fréttir því það er ekki það auðveldasta að ná okkur öllum saman!! Guðrún Ásta bauð upp á þessa líka heavy girnó pizzu og súkkulaði köku... og mín bara á bullandi föstu... oj hvað ég var svekkt... en ólíkt Evu þá stóðst ég forboðna ávöxtinn... og ekkert smá sátt við það... hugsaði líka eftir á... það eiga eftir að koma margir margir svona dagar í mínu 210 daga nammibindindi!! - So, better get used to it...

Að venju voru samræðurnar verulega fjörugar... það er náttla aaaaalllt látið flakka... hahha...

Hlupum rétt rúma 8km í dag... mér fannst varla taka því að fara í hlaupabuxurnar fyrir það... ekki þegar maður er farinn að hlaupa um 35km á viku - en gerði það nú samt - fyrir Valdísi og Kidda... veit hvað þeim finnst ég heit í þessu outfitti!! Stefnan er að fara upp í ca 36-40 í þessari viku! :) Tökum létt skokk upp dauðatröppurnar og þar á morgun, lengra hlaup á miðvikudag, Esjuna á fimmtudag, aftur 8 km á föstudag og svo 15 km á laugardag...

Þeir sem vilja koma með á Esjuna á fimmtudaginn let me know! Ætlum að reyna að fara um miðjan daginn :)

Annars er ég orðin of þreytt til að hugsa... kenni Jump Fit fyrir Beggu í fyrramálið og það er mikið að gera í vinnunni! Þarf alla orku sem ég get fengið... því maður er í hálfgerðu móki á þessari föstu...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er esjan orðin fær fyrir prinsessur eins og okkur eða ? er þetta ekki bara drullusvað ?

Saló sagði...

Haha veistu ég veit það ekki... hef aldrei farið áður... ég mætti nú á hælum á októberfest svo ég hlýt að massa þessa Esju... ;)

Komiði ekki með???

Nafnlaus sagði...

hey ég gæti mögulega komið með á Esjuna :o)

Saló sagði...

Já já já!!!

Koddu með! :)

Nafnlaus sagði...

Haha ég hafði nú ekki hugsað mér að fara upp Esjuna á hælum.. vá hvað ég sæi þig í anda .. mega hressa með viljastyrkinn alla leiðina upp.. híhí
En minnst kemmst því miður ekki með í þetta skiptið er að fara í barnaafmæli í keflavík.. (kökurnar verða þar líka) hvað er málið völdum við ranga daga fyrir þessa föstu eða...ég held það auka djamm dagur .. fullt af veislum og dóti... við erum klikkaðar

Nafnlaus sagði...

ú saló og jóhanna - ég held einmitt að þið hafið valið hárréttu dagana til að fasta .. því hugsiði ykkur ef þið borðuðuð allar þessar kökur .. hvert fara þær ? jáh beint á rassinn ekki satt :D (hóst ég var svo að éta nammi og popp í bíó:/) .. ég vildi að ég myndi meika svona föstu því það verður SWAÐALEG veisla heima hjá mér á fim og vá sjitt - RASS HERE I COME! (og pant ekki fara í föstu í prófunum híhí)

dáist að ykkur að geta þetta og GERA !!! og esjan - sjettttt hef aldrei farið þangað heldur og pant ekki fara þangað hlaupandi í fyrsta sinn híhí :D

heyrðu jæja próflestur kallar - ef ég tæki próf á morgun í lífi annars fólks og leiðarljósi þá myndi ég fá 11 !!! hahahahaha! knúsknús .. og saló - ÞÚ GETUR ÞETTA ORKUBOLTI ! þvílíkur kraftur! :D færð klapp frá mér ..


*KLAPP* !

Saló sagði...

Hehe... þið eruð yndi!!! muuaaaahhh... stór koss frá mér!! :)

Clara sagði...

Esjan.. já TAKK!!!
hins vegar vefst BS fyrir mér... en ég get farið í næstu viku :D

Saló sagði...

Clara - ef ég kemst upp þá fer ég klárlega aftur með þér við fyrsta tækifæri... ;) Gangi þér vel á lokasprettinum sætasta.. .