þriðjudagur, apríl 08, 2008

My life is brilliant - my love is pure...

Sjá þessi fífl...

Enn einn veikindadagurinn heima... mín var heldur bjartsýn þegar ég ákvað að fara að gista hjá Rakel í gærkvöldi og mæta eldsnemma í ræktina í morgun.... það var ekki að gera sig því ég vaknaði verri en í gær og fór að sjálfsögðu beina leið heim í rúmið aftur... en við höfðum það kósý og leigðum okkur vídjó... Þegar ég fór að bursta gargar hún svo á mig "Saló, þú lætur mína bursta vera..." eins og það hafi eitthvað annað komið til greina... ;)

Ég keypti mér frostpinna áðan algjörlega í læknisfræðilegum tilgangi... hélt það myndi laga hálsbólguna... hafði nú einhversstaðar heyrt það.... en þegar ég var hálfnuð með pinnan fór ég að hugsa hvort að ég þyrfti þá ekki að stinga klakanum alla leið niður í kok til að það myndi virka... hehe prófaði það en fannst eitthvað frekar ósmekklegt við það svo ég hámaði hann bara í mig og fékk svo að sjálfsögðu samviskubit...

Ég hef ekkert komist í ræktina síðan á laugardag!! og það er að gera mig geðveika.... ég á eftir að hlaupa eins og vindurinn þegar ég kemst loksins út... ég er sko alveg búin að tárast yfir pirring á þessari hálsbólgu því ég kem varla upp orði og síminn hefur ekki stoppað!! Allir náttla æstir í að fara út í sjoppu fyrir mig eða koma og hjúkra mér... ég bara hef ekki við að afþakka góð boð!! hehe..

En ég get brátt farið að hætta þessu væli því ég fékk meðal hjá lækninum í dag sem ráðlagði mér að láta fjarlægja kirtlana hið snarasta... ég er víst með einhverja tegund af streptókokkasýkingu - þá er sumarfríið mitt allavega komið á hreint!! Hann sagði að þetta væri svona tveggja vikna prósess... frábært...

Búin að fá miða á James Blunt... hinn eina sanna... ;) Hann á sko nokkur lög sem ég tengi við einhver moment... tók einmitt dramaqueen á þetta þegar ég hætti með einum fyrrverandi... pakkaði inn jólagjöfunum frá okkur við lagið goodbye my lover.... hehehe... þá var það ekki fyndið... þá var ég voða sár...
En svona er þetta, tímarnir breytast og mennirnir með... til allrar hamingju :)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við myndumst ferlega vel... það er ekki hægt að segja annað. Hver myndi ekki vilja svona drottningar ;)

Með ísinn þá held ég að maður eigi að borða ís strax eftir að hálskirtlarnir eru teknir... ekki þegar maður er með hálsbólgu...En hvað veit ég

Gleymdir nú alveg að minnast á hvatningarorðin frá mér.... eftir þessi vel völdu orð snar hættiru að vera pirruð og byrjarðir að dansa af kátínu...

mundu bara inn..... út..... og láttu þér nú batna lasarusinn minn

Saló sagði...

Já ég gleymi því alveg! ég er búin að vera alveg í sjöunda himni frá því ég fór að anda... hehe...

Það var eitthvað bogið við þetta ís-bragð hehehe...

En takk sæta mín, þetta lagast á morgun...

Nafnlaus sagði...

rakst á síðuna þína um daginn, þú ert hörku bloggari :) gaman að lesa bloggin þín. En gæti ekki verið að veikindin þín stafi út frá of miklu álagi og að líkamanum hafi hreinlega bara vantað smá hvíld, þú veist hvað hann er fullkominn...leitar alltaf leiða þegar eitthvað bjátar á ;) farðu vel með þig og passaðu þig nú á því að ofkeyra þig ekki á næstu 7 mánuðum...plönin tóku óvænta stefnu hjá mér, ekkert mót þetta árið :) þú tekur þetta í nefið fyrir okkur báðar ;)

Saló sagði...

Hæ yndið mitt!! Ég á sko eftir að knúsa þig big time þegar ég sé þig næst!! Fannar sagði mér fréttirnar!! Ég er ekkert smá glöð fyrir ykkar hönd! Ég er að vonast til þess að þetta lendi á 21. okt - afmælisdeginum mínum... ;)

Ég fer vel með mig.. ekki spurning! Ég massa þetta fyrir okkur báðar ;)

Nafnlaus sagði...

hahahahha vorum að koma úr sónar og gettu hvað....dadaradaradaaaa áætlaður komudagur er skráður 21. okt :D ekkert smá skemmtileg tilviljun....mun gera mitt besta til að það standist ;)

Nafnlaus sagði...

Litli gæjinn dettur í heiminn 21.okt það er klárt mál. Þá eru foreldrarnir búnir að vera par í eitt ár og einn dag :D

Saló sagði...

Já auðvitað!!!! :)

Litli íþróttaálfurinn verður sko dekraður í tætlur... hlakka til að fylgjast með þessu öllu saman :)

Enn og aftur innilega til hamingju elskurnar! :)

Knús, Saló