föstudagur, apríl 04, 2008

It feels like some kinda rush!! So good...

Kreppa hvað?? Það er þá helst að ég láti einn tyggjópoka duga í staðinn fyrir fimm mismunandi þegar ég geri mín daglegu innkaup í 10-11!! Er of kúl til að bíða í löngum röðum eftir ódýrara bensíni... sérstaklega þegar við erum að tala um nokkra hundraðkalla max... nei.. tíminn er dýrmætari en það - ég mæti sko bara á N1 þegar þess þarf og dæli hressilega á kaggann!! Þetta er sokkinn kostnaður hvort sem er... ekki fer ég að taka strætó!!! - Borða úti í hverju hádegi og á spa kort í Laugum sem ég nota kannski einu sinni í mánuði... strauja kortin eins og það sé mitt lifibrauð! Ætli það sé út af fólki eins og mér sem þenslan í þjóðfélaginu fer út yfir öll mörk og veldur því að kerfið höndlar ekki álagið og springur!? líklega... en ég má nú eiga það að ég hef enn ekki farið til útlanda það sem af er árinu... og þá er mikið sagt - ég held ég hafi farið 11 sinnum á síðasta ári!!

Ég ákvað að endurskoða fjármálin mín og færa öll viðskipti mín yfir í einn banka... þann sem býður best...

En ég held ég sé algjörlega búin að tapa mér og alvarlega dottin í ruglið... ég eldaði mér tofu í matinn í gærkvöldi!! ... með kotasælu og grænmeti.... (girnó!?!) mundi að það er ekkert bragð af tofu!! Og þegar ég fór að pæla í því hvers konar geðveiki ég væri eiginlega búin að tileinka mér... þá áttaði ég mig á því að ég hef ekki borðað mjólkurvörur í lengri tíma... bara sojamjólk (kalkbætt að sjálfsögðu) út á haframjölið mitt á morgnana og sojaost... - en þetta er svaka gott fyrir kroppinn... það er fyrir öllu!

Brálað að gera hjá okkur Emporu skvísum - við fengum einmitt Innlit Útlit í heimsókn til okkar í gær til að mynda graffið á veggnum hjá okkur... tóku smá viðtal við skvísuna í leiðinni.. svo ég mæli með því að þið fylgist vel með skjánum! ;)

Við í Sporthúsinu erum á fullu að kynna ný námskeið sem byrja í næstu viku. Bæði kk og kvk Jump Fit og Herþjálfun. Tækifæri til að taka almennilega á því fyrir sumarið!!
Annars er geggjað veður... aldrei að vita nema maður fari bara út að hlaupa í hádeginu! Var að fá svaðalegar hlaupabuxur frá Reebok... stefnt á jökulsárhlaupið í sumar (13 km) og Reykjavíkurmaraþonið... - undirbúningur fyrir Bikarmótið gengur líka vel... allt í blússandi plús hérna megin... ;)

Tók smá þjófstart á helgina og kíkti í opnun á endurbættum Oliver með Soffíu, Valdísi og tveimur vinkonum hennar... og leist bara nokkuð vel á.. það var alveg pakkað af fólki og ég heyrði í fyrsta skipti BB&Blake spila - fílaði þau mjög vel!

Nóg í bili... dagurinn bíður mín... :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dí hvað gellan var flott í spandex gallanum. Nú er það spandex átakið nr. 1, 2 og 3... ég ætla að komast í svona galla.

Spandexdjamm Soffíu og Saló haustið 2008!