fimmtudagur, maí 01, 2008

I believe we are written in the stars...

Ég er eiginlega fyrst núna að ná að slaka á í dag... dró Yo með mér í danstíma hjá Gauja og Valdísi í morgun... vorum báðar jafn æðislega hressar eftir allan hip hop skvísu dansinn í gærkvöldi.. by the way geeeeeðveikur tími!! Saknaði þess samt að sjá ekki Lísu og Önnu Karen fremst við spegilinn með mér.. ;)

Eftir hádegi fórum við svo nokkrar saman á Esjuna... enda fullkomið veður til þess! Það var stappað af fólki í fjallinu! Ég hef aldrei farið áður svo Þórey (Jump Fit skvísa) þurfti greyið alltaf vera að útskýra fyrir mér reglulega næstu brekkur og slóða... en ég held þetta hafi bara gengið þokkalega, tók amk vel á og vááá... útsýnið!! svo skokkuðum við hálfpartinn niður! Ég sé alveg fram á ágætis harðsperrur á morgun... mér líður allavega eins og ég sé með rass úr stáli!!

Það var ennþá glampasólskin þegar ég var að keyra heim svo ég plataði Rakel með mér í Laugardalslaugina.. það var roooosalega næs að láta þreytuna aðeins líða úr kroppnum í lauginni... Fórum svo og plöntuðum okkur fyrir framan sjónvarpið heima hjá henni með The Departed klassíkina í spilaranum og skoðuðum gistingar í New York.. erum sammála um að við ætlum bara að njóta þess í botn að vera þarna og skoða og sjá það sem borgin hefur upp á að bjóða... ekkert verslunaræðisklikk neitt... alveg búnar að taka þann pakka á þetta hehe ;)

En ég er ekki frá því að ég hafi fengið nokkrar fleiri freknur í fésið mitt í dag... ég er meira að segja pínu brunnin á nebbanum og kinnunum! Sumarið er klárlega komið og ég hlakka svo til að fara í útilegur og sumarbústaðaferðir og grilla og hanga í sundlaugum og sitja á kaffihúsum í miðbænum... :p

Svo er mikill þrýstingur á mig um að fara að dusta rykið af línuskautunum mínum... aldrei að vita nema ég taki þá fram um helgina og skelli mér aðeins í Nauthólsvíkina.. ef ég fæ einhvern álíka lélegan til að koma með mér hehe..

Svo langar mig að eignast hjól... og fara á sjókött... ég verð alveg veik að sitja úti á verönd hjá pabba og mömmu og horfa á þetta lið þjóta um sjóinn á þessu... úff... ég verð bara að prófa!!

Það er svo rooosalega margt sem mig langar að gera! En ég finn samt hvernig ég er farin að lifa meira og meira fyrir einn dag í einu og læra að njóta augnabliksins... sem mér finnst mjög jákvætt því fólk á það oft til að lifa hratt og gleyma sér í lífsgæðakapphlaupinu og jafnvel bara gleyma að njóta þess að vera til í dag! Viðhorf mitt til lífsins hefur líka breyst nokkuð síðasta árið... enda tók ég U-beygju og ákvað að fylgja eigin sannfæringu eins og ég er reyndar yfirleitt vön að gera.. :) Finn bara hvernig orkan í mér eykst með hverjum deginum... það er svo gaman að vera til!! :)

Ein sveitt í lokin...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

híhí svo sætar og fínar og sveittar :D ... fæ nú eiginlega bara hálfgert samviskubit af að sjá þetta þar sem ég borðaði á mig gat í gær af óhollustu og fékk að finna fyrir því hehe ! en ég hefði heldur ekkert geta hreyft mig í gær - náði bara að komast á læknavaktina og komin á lyf hehe - já maður alltaf að detta í lukkupottinn eða þannig ;)

svo er kannski spurning um að ég fari að hlunkast í sporthúsið einhvern tímann fyrst kortið mitt gildir ennþá þar;) og svo er ég að fara að kaupa mér hjól líka þannig að eftir próf verður bara GLEÐI GLEÐI GLEÐI - brennsla og brúnka og meiri gleði hehe :D

æji Saló - þú ert svo mikill upppeppari :D er að fílaða! framvegis verða þú og valdís litlu púkarnir á öxlinni á mér sem reka mig áfram í öllu híhí :D (að sjálfsögðu in a good way;) ! og það er geggjað að fara bæði á sjósleða og sjóskíði híhí :D talandi um adrenalínkikk!!! :D

knúsípús sæta snót :D best að læra smá meir í sólinni (gubb)!

Saló sagði...

Awwww.... takk fyrir geggjað komment sæta! þú kemur og verður með okkur í ruglinu þegar þessi próf klárast! Ekki spurning!! :)

Hang in there... alveg að verða búið!! ;)

Nafnlaus sagði...

mig langaði bara láta þig vita að ég væri stödd á blogginu þínu 8)
og þessi mynd bara gerði daginn minn.. nammiiini !

kveðja.
kata & sunneva :D

kosss

Saló sagði...

Hehehe.. þetta er svaka mynd... ;)

Hlakka til að sjá þig sæta :*