fimmtudagur, maí 29, 2008

Almenn vitleysa

Við skiptum liði í gær, við stelpurnar fórum í verslunarleiðangur á meðan strákarnir fóru að gera eitthvað allt annað...

Það var geggjað veður svo við nutum þess að labba um í hitanum... þangað til ég steig í eina pollinn í bænum í opnum skóm... Soffía gat ekki andað úr hlátri og hélt því statt og stöðugt fram að þetta væri piss!!! Ekki leið á löngu þar til næsta óhapp átti sér stað... en þá skeit dúfa á bringuna á mér.... og aftur hló Soffía svo mikið að hún náði vart andanum... þegar hún loksins náði að jafna sig eftir ófarir mínar frussaði hún því út úr sér að ég væri "úrgangsóheppin" og hélt svo áfram að hlæja... það verður ekki tekið af mér að ég er algjör klaufi... en ég veit ekki alveg hvort ég samþykki þetta nýyrði...

Við fundum geggjaða búð sem seldi fatnað og fylgihluti eftir unga hönnuði... og gátum að sjálfsögðu ekki annað en eitt nokkrum krónum þar inni... ;) En það er einmitt gaman að segja frá því að Ítalía var valin world design capital of 2008!! :)

Þegar við höfðum fengið nóg af því að versla hittum við strákana og ætluðum í Go kart en það var allt fullt fram eftir öllu svo strákarnir tóku eina keilu.. fórum síðan út að borða á japanskan stað sem heitir Xia. Skemmtileg upplifun... við fengum öll japanska sloppa til að borða í og kokkurinn eldaði matinn fyrir framan okkur... þaðan var haldið á Rummeriuna þar sem bestu kokteilar bæjarins eru galdraðir fram... hver á eftir öðrum...

Við töldum 31 hóru á leiðinni heim... Soffía minntist á að þetta væri eins og að telja aðventuljós á jólunum... bara skemmtilegra hehehe...

Héldum fjörinu áfram heima þar til fólk týndist í háttinn hvert á eftir öðru... við Snorri sátum tvö eftir á spjallinu til kl fimm í morgun.... og líðanin í dag er eftir því hehe ;)

Heyrði í Elvu vinkonu áðan og hún er að reyna að plata mig yfir til Rómar... það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug.. sérstaklega þegar maður er orðinn despó í smá tan - ég meina maður er nú einu sinni á Ítalíu!!!

Setti fleiri myndir inn á facebook... :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha... þú ert svo seinheppin elsku ástarsnúlla.. úfff.. eins og venjulega grenja ég úr hlátri þegar ég les bloggið þitt haha