laugardagur, maí 10, 2008

Hvert ætlar þú?

Ég á vinkonu sem er yfirmáta skipulögð... hún er svo skipulögð að hún toppar mig margfalt og þá er mikið sagt!!
Það má vel vera að ég sé með litaða post it miða í dagbókinni minni, með to-do lista sem inniheldur kl hvað ég ætla að gera hlutina, búin að skipuleggja vikuna svona semi fyrirfram og að hver hlutur eigi sinn stað heima hjá mér og svo framvegis, en þessi yndislega kona útbýr stefnukort fyrir sjálfa sig!! Takk fyrir!!
Þá á ég við að hún setur sér markmið og pælir svo vel og lengi í því hvernig hún ætlar að ná því markmiði - með því að eyða líka nægum tíma með fjölskyldu og vinum, hugsa um heilsuna og hreyfa sig og fjármagna svo allt heila klabbið! Ég bara gapti þegar hún sagði mér frá þessu - mér fannst þetta svo mikil snilld...

En vitanlega þarf maður þá að byrja á því að setja sér markmið! ;) Og ég er að vinna í því þessa dagana... það er bara svo margt sem mig langar að gera!! Og maður getur víst ekki gert allt... allavega ekki í einu hehe...

En þegar það er komið þá prófa ég að fylla út svona stefnukort fyrir sjálfa mig.. ég þykist nú samt vita að það þýði lítið því til að vega upp á móti þá er ég nefnilega líka hæfilega (ja.. sem betur fer í flestum tilvikum) kærulaus... og framhleypin og hvatvís og ofboðslega utan við mig... en samt gott að styðjast við þetta sem beinagrind! :) Það er aldrei slæmt að hugsa aðeins fram í tíman og spyrja sjálfan sig hvað maður vill fá út úr lífinu....

... amk svo lengi sem maður gleymir ekki að njóta þess að vera til á hverjum degi! :)

Farin að njóta lífsins... ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sem hélt að það væri ekki hægt að vera meiri skipurleggjari en þú ert....

Saló sagði...

hihihihi... undur og stórmerki!! ;)

Nafnlaus sagði...

Hahah ég man þegar ég sá svona hjá Þresti í stefnumótun.. bara já sniðugt... ég þarf að gera svona.. humm.. einhverra hlutavegna er það ekki enn komið á blað