þriðjudagur, maí 27, 2008

Rignir niður á Ítalíu!



Ég, Soffía og Ari eyddum deginum í miðbæ Torino á meðan Bjarni og Snorri voru heima að læra undir próf. Við skoðuðum meðal annars sögusafnið og kítkum í nokkrar búðir... settumst á kaffihús og skoðuðum dómkirkjuna þar sem líkklæði Krists eru varðveitt... (ég misskildi víst aðeins þetta orð fyrst - áttaði mig ekki á því að þarna lægju leifar af kappanum sjálfum ... hélt það væri bara dressið hans... átta mig núna á því afhverju þetta er svona ansk merkilegt.. ) Keypti mér svo svaka flott krossa hálsmen í kirkjubúðinni og svo var ég að spá í að skrifta hjá prestinum en gat ómögulega fundið út hvar ég ætti eiginlega að byrja svo ég lét það bara eiga sig...

Það er búinn að vera einhver svaka doggari í mér og ég reiti af mér brandarana hægri vinstri.. verst bara að enginn skilur mig.. nema kannski Soffía af og til... en ég hlæ svo sem nóg af þeim sjálf...

Ég fór út og sippaði í smá stund seinnipartinn... gott að hreyfa sig aðeins þó svo að við höfum auðvitað gengið fyrir allan peninginn í dag... rústaði nú samt eiginlega bandinu mínu á gangstéttinni!!
Snorri og Jón Þór grilluðu síðan fyrir okkur svakalega gott lamb í kvöld sem sá síðarnefndi kom með alla leið frá Íslandi.. held ég hafi sjaldan smakkað svona gott kjöt.. mmm....

Planið fyrir restina af ferðalaginu er komið...

á morgun er það önnur bæjarferð - go kart og almenn vitleysa um kvöldið...
á fimmtudaginn er planið að allur hópurinn fari í dagsferð út fyrir Torino
á föstudaginn ætlum við vinkonur í stelpuferð til Mílanó, að versla og skoða dómkirkjuna og berja "síðustu kvöldmáltíðina" augum og vonandi að sjá sex and the city myndina með ensku tali.... og vera þar fram á laugardag eða þangað til að ég flýg aftur heim á klakann... :)

Þangað til næst...

4 ummæli:

Saló sagði...

Ég var ekkert að misskilja neitt!!! Þessir ljósu lokkar blekkja marga...

Nafnlaus sagði...

oooo næs lamabakjöt frá íslandi...mmmm..langar í:) hehe..en hélt að það ætti að vera svona góður matur á ítalíu;) hehe..en ooo versla gaman gaman;) leyfar af jesú..hmmm ætli þær séu ekki horfnar á 2000 árum eða eika á líka:)??

Nafnlaus sagði...

hahah ég er enþá að hlægja af þessu með líkklæðin... spurning um hvort að það sé ekki hægt að kaupa svoleiðis galla... hahaha

Karvelio sagði...

Þú varst ekki að misskilja neitt Saló mín, first thougts are always right :D Líkklæðin (shrouds of turin) eru þau klæði sem hann var færður í eftir dauða hans og borinn í þeim til grafar í hellunum.

Annars er gaman að þú sért að fara að BERA síðustu kvöldmáltíðina augum ;) Taktu svo nóg af myndum af allri sögunni og sýndu okkur þegar heim kemur.