fimmtudagur, maí 22, 2008

Góðan dag góðir farþegar... þetta er flugstjórinn sem talar!

Virtust allir mínir vinir vera búnir að missa trúna á Eurovision því enginn mundi eftir keppninni í kvöld né ætlaði að horfa... nema auðvitað Jójó sem ég fékk til að horfa með mér á undankeppnina áðan... :p (hún kann alla júrovision dansa sem til eru frá árinu 1987!!)

Aðalstuðningsmaður íslenska landsliðsins í Eurovision hún Soffía vinkona mín sendi mér einmitt sms um leið og úrslitin lágu fyrir í kvöld... hún er búin að plana svaðalegt Eurovision partý fyrir okkur úti... og ég er að sjálfsögðu endalaust hamingjusöm með það :)

Það er sko heldur betur kominn fiðringur í mig... ég fann flugmiðann minn áðan til að tékka á fluginu... og sá að ég þarf að vera mætt út á völl kl 8.00 um morguninn á laugardaginn!! Whaaaat og það sem átti að vera partýstand á mér annað kvöld.. ég næ ekki einu sinni að fara í ræktina áður en ég fer í flug!! En ég er svo heppin að yndislega vinkona mín hún Bjarney bauðst til að koma og sækja mig eldsnemma á laugardagsmorgni og keyra mig út á völl!!! :) Held það séu ekki margir sem myndu nenna því...

Kannski ég ætti að fara að pakka niður... er með tight schedule fyrir morgundaginn og brjálað að gera í vinnunni!!

Ætli ég bloggi ekki næst frá Ítalíu...

Arrive'derci!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff hvernig er hægt að gleyma eurovision..mamma mín hringdi í mig til að leyfa mér að heyra í íslenskalaginu:) hehe..þar sem ég er hjá vinkonu minni núna sem er ekki með hljóð á tölvunni sinni..svo er það bara netið góða á laugardaginn klukkan 13 og vonum bara að það verði rigning:) hehehe...

en góða ferð til ítalí og góða skemmtun:) en úff 8 um morgun úff of snemma:p

Saló sagði...

Hehehe... það er klárlega málið... takk skvísa, hafðu það gott líka :)

Nafnlaus sagði...

næææææs - jú lökkí girl !!! bara aaaaalveg að fara út ! sjett - veistu hvað ég verð að gera þegar júróvision verður á lau .. já bíddu .. VINNA !!!! alveg frá kl.18 til 10 daginn eftir hehe - nokkrum klst eftir sólarhringsvakt .. jebbs -geðveiki .. meðan allir verða í stuði í partýum og útskriftarveislum (mér var einmitt boðið í bæði-damn) þá verð ég bara að bora í nefið með fólkinu á sambýlinu tíhí - fæ allavega pizzu;)

p.s. mútts og amma eru að fara líka til ítalíu um helgina .. á sun .. hversu unfair er þetta - og ég bara heima .. nei okei ætla að hætta að vera bitur hehe :D það hlýtur að koma sól hingað og stuð...

en skemmtu þér hræðilega vel þú þarna sæta skvísa - og koddu svo ENDURNÆRÐ tilbaka ;)

knús í bauk og koss á kinn með sól í hjarta :D !

Nafnlaus sagði...

Það er nú minnsta málið að skulta þér sko, myndi eiginlega bara vilja vera líka á leiðinni til Ítalíu!! Þetta verður geðveikt hjá ykkur :o)

Nafnlaus sagði...

Hæ dúlla, hlakka til að sjá þig aftur. Þurfum að spjalla smá - eða helling. Me thinks we be a bit alike...

Annars, þetta með "dilemmuna", þá leystist það af sjálfu sér.

Treysti því að þú hafir fengi "armani"-skilaboðin".

love you,
kv. brói