laugardagur, maí 17, 2008

Feedback

Gærdagurinn var fullur af skemmtilegheitum og góðum fréttum! :)

Hrabba og Þórunn eru lengi búnar að bjóða mér með sér í Mána-palla í Hreyfingu svo ég ákvað að skella mér með þeim í hádeginu í gær!
Aldís kom og sótti okkur á Empora drossíunni með gleðifréttir sem tengjast vinnunni en ég get því miður ekki postað því online alveg strax... en ég held það sé óhætt að segja að það séu jákvæðar fréttir og hrikalega spennandi tímar framundan...

Ég sótti svo um nám í Markaðssamskiptum við HÍ næsta vetur með vinnu. Ég hlakka ekkert smá til að setjast á skólabekk aftur... það er svo gott að fá allt það nýjasta beint í æð og læra meira og meira... ég elska vinnuna mína!!!! :)

Seinnipartinn var svo opnun á ljósmyndasýningunni hjá Thomasi, kærasta systur minnar sem er franskur. Sýningin er á "Veggnum" í Þjóðminjasafninu og verður opin til 14. september svo ég vil hvetja ykkur til að fara og kíkja! Allar myndirnar eftir hann eru teknar á Íslandi. Það var svaka fjölmenni á sýningunni, léttar veigar og jazztónlist... góð stemming - svo maður var alveg kominn í gírinn fyrir kvöldið...

Við hittumst nokkrar heima hjá Yoyo og skáluðum... fórum svo og hristum á okkur rassinn á Vegó... en ekki hvað!!?! ;)

Ég skemmti mér fáránlega vel... litli bróðir hennar Röggu var að DJ-ast og Ingvar bróðir var mættur á vegamót með vinum sínum og ég lenti í svaðalegri sveiflu með Oddi á dansgólfinu... en ég fór alveg á mis við skemmtistaðasleikinn sem virtist vera mjööög heitur í gærkvöldi!! hahaha...
Ég held ég hafi bara ekki skemmt mér svona vel á tjúttinu í langan tíma... vona að kvöldið í kvöld verði sambærilegt!!
Bæði innflutningspartý og þrítugsafmæli á planinu... þannig að þetta verður ágætis djammhelgi þar sem ég tók líka forskot á sæluna og kíkti út á fimmtudagskvöldið... en ég meina... "þetta er ungt og leikur sér... " ;)

Ætla að njóta þess að slaka á í dag... fyrsta stráka Jump Fit námskeiðið kláraðist í morgun og ég er ekki frá því að ég sé strax farin að sakna strákanna... ný námskeið byrja í næstu viku ef einhver hefur áhuga!! Við Rakel tókum svo einn kynningartíma í Jump Fit í hádeginu sem gekk súpervel...

Eintóm gleði í gangi...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta Saló
Þú ert alltaf svo dugleg og alltaf svo mikið að gerast hjá þér. Ég get ekki líst því hvað mig langar mikið með til NY hehe. Vonandi náum við að hittast á þessu ári allavega haha. Hafðu það gott sæta :) Kveðja Karen Sif

Saló sagði...

Awww.. elsku Karen! Takk fyrir kveðjuna.. :) Það er rugl hvað maður er lélegur að hittast!!! Vona að þið hafið það svakalega gott sæta fjölskyldan... ég hef alltaf tíma fyrir hitting! ;)
ást og kossar!