mánudagur, maí 26, 2008

Inspirazión

Ítalía tók á móti mér með hellidembu og ekki hefur stytt upp síðan...

Við horfðum á Eurovision á írskum pub í miðbæ Torino og gáfum lögunum stig eftir frammistöðu... svo við höfum það alveg á hreinu komst Rússland klárlega ekki einu sinni á blað hjá okkur!! Létum úrslitin ekki stoppa gleðskapinn og fórum yfir á æðislegan kokteilbar þar sem ég fékk besta strawberry daquiry sem ég hef smakkað ever...

Daginn eftir fóru Bjarni og Soffía með okkur á kvikmyndasafnið. Það var truflað flott!! Ég set inn myndir þaðan á facebook fyrir þá sem vilja skoða :) Maður gat fíflast alls konar sjálfur og svo enduðum við á því að fara upp í útsýnisturn í byggingunni og sáum yfir alla Torino!
Við fórum út að borða um kvöldið og svo í risa spilakassasal þar sem Soffía vorum sko alls ekki síður spenntar er strákarnir... ég fór í svona danshermi... kemur eflaust ekkert á óvart haha!!! ;)
Þegar við komum heim breyttist eitt Opal staup í þennan líka heljarinnar drykkjuleik sem endaði þannig að við kláruðum allt áfengi sem til var á heimilinu og að sjálfsögðu hress eftir því...

Við vöknuðum um hádegi og fórum í La Gru sem er kringlan í Torino. Við vinkonurnar eyddum bróðupartinum af deginum þar inni... án þess að ég sé búin að tapa mér í búðum. Ég er nefnilega búin að sjá það að ég er að þroskast í innkaupunum.. orðin töluvert vandfísnari... maður er að kaupa færri en að sama skapi jafnvel dýrari hluti... ;)
Við eyddum tæpum tveim tímum inni í einni skartgripaverslun í dag þar sem ég keypti mér geggjað hálsmen og Soffía keypti sér armband!

Fórum og fengum okkur svaka góða pizzu í kvöldmatinn og við vinkonur erum svo búnar að sitja með hvítt í annarri á fullu að brainstorma því hér úti kvikna sko heldur betur viðskiptahugmyndir... ;)

Spáin á morgun lofar góðu... 27°c hiti og sól... ætlum að vakna snemma og njóta þess :)

Ég er alveg laus við fanatíkina í ræktinni hérna og mataræðið er svona frekar mikið í henglum... en maður verður þá bara þeim mun strangari þegar maður kemur til baka, endurnærð og brún og sæt! ;)

Þangað til næst...
Ciao!!

3 ummæli:

Hjördís sagði...

Öfund! :-)

Knúsaðu soffíu frá mér!!

Saló sagði...

Hehe... knús til baka ;)

Nafnlaus sagði...

úfff þetta hljómar vel... hlakkar til að sjá djásnina.. og auðvitað þig... vantar eina Saló á klakann sko =O)