fimmtudagur, maí 08, 2008

It's like this and like that!

Var að koma úr keilu með stelpunum í vinnunni... ég fer aldrei í keilu og hef ekki farið í keilu í mörg ár!! En þar sem við Empora skvísur eigum deit við Inhouse strákana eftir tvær vikur og ætlum okkur að mala þá... þá ákváðum við að við þyrftum að rifja aðeins upp taktana... en það er klárlega official að ég er ÖMURLEG í keilu! Braut líka nögl... En við erum með ýmislegt í pokahorninu... þetta verður burst!! ;)
Verð nú eiginlega að segja það að í minningunni var keila leiðinleg afþreying en við skemmtum okkur svakalega vel í kvöld... hehe...

Það stefnir sem sagt í hrikalegt tjútt föstudaginn áður en ég flýg út til Mílanó.. ætti kannski að fara að tékka á því kl hvað flugið er... yrði nú ekki í fyrsta skipti sem maður færi beint af Vegamótum og út á völl... Við Victor gerðum það einmitt þegar við fórum til London á svipuðum tíma í fyrra... svaka fersk eða hitt þó...

En talandi um Ítalíu... ég er ekki lítið spennt... það er víst komið geggjað veður og Soffía í óðaönn að skipuleggja fyrir okkur ferðina... ég bað um bland af shopping - sightseeing og að njóta þess að vera í góða veðrinu á Ítalíu... ahhh.. þetta verður æði... ég þarf allavega nauðsynlega að kaupa mér ný sólgleraugu... mín flottu Gucci (name dropping bara fyrir þig Ingvar!!) sólgleraugun mín eru týnd..
Mér skilst líka á Bjarna að Soffía sé búin að finna fullt af heitum gaurum handa mér þarna úti... haha... keypti ég ekki örugglega opinn miða??? hehehe... nei eins og mamma bað mig vinalega um þegar okkur vinkonunum var hleypt aðeins 17 ára gömlum í sólarlandaferð til Grikklands í 2 vikur!!!! - "bara ekki koma heim með neinn fabio!" ;)

Svo er ég líka að fara að flytja.. eina ferðina enn... ég verð í íbúðinni hennar Svölu minnar í sumar svo við Bjarney verðum nágrannar... það verður næs að þurfa ekki að elda fyrir einn alltaf!! Ég sé samt leigubílamælinn fyrir mér tikka upp í 5.000 kallinn eftir djammið... En svo vantar mig eitthvað frá og með haustinu...??

Löng helgi framundan...

Ein góð í lokin!

2 ummæli:

Sella sagði...

Ohhh þessi mynd er snilld ;O) hehe

En hvert ertu að flytja Salóme mín? 5000 kall í leigubíl er frekar mikið - fyndu þér bara driver nokkrar helgar og sparaðu peninginn og komdu að heimsækja mig í Köben.... þar getur þú hjólað á djammið ;o)

Njóttu helgarinnar í botn elskan og miss ya

Nafnlaus sagði...

Grrrrr.....